Hellafundur fimmtudaginn 1. desember

Síðasti hellafundur ársins 2016 fer fram fimmtudaginn 1. desember og hefst hann stundvíslega kl. 20.00.

Fundurinn verður að þessu sinni opinn öllum hellaáhugamönnum og því gefst tækifæri fyrir nýliða að mæta og kynnast því sem við erum að gera.

Staðsetning fundar er Skarfagarðar 4. Hægt er að fá nánari upplýsingar með því að senda okkur póst á speleo@speleo.is