Niðurstöður aðalfundar

Aðalfundur Hellarannsóknafélags Íslands var haldinn skv. auglýsingu í Miðbergi við Gerðuberg þann 3. apríl kl. 20.00

Helstu niðurstöður aðalfundar voru

  • Óbreytt stjórn var samþykkt einróma. Einnig er stjórnarskipan óbreytt. Stjórnin er því sem áður: Guðni Gunnarsson (Formaður), Sigurður Sveinn Jónsson (Gjaldkeri) og Arnar Logi Elfarsson (Ritari).
  • Reikningar félagsins voru samþykktir einróma án athugasemda.
  • Skipað var í tvær nefndir:
  • Í ferðanefnd voru skipaðir: David Gunnar Karna, Þórir Már Jónsson og Arnar Logi Elfarsson.
  • í verndunarnefnd voru skipaðir: Árni B. Stefánsson og Guðni Gunnarsson.
  • Á fundinum var farið yfir starfsárið 2013 og það helsta í starfseminni reifað. Einnig fór fram sýning á áður ósýndum ljósmyndum. Mest úr hellum sem fundist hafa nýlega.

 

Fundur Hellarannsóknafélagsins mánudaginn 28. janúar

Sælir hellafélagar,
Fyrsti fundur ársins verður haldinn á sama stað og venjulega, í Miðbergi við Gerðuberg í Breiðholti. Fundurinn er þar á annarri hæð og byrjar kl. 20:00.
Nokkuð er liðið síðan síðasti fundur var haldinn og verður t.d. rætt um:
– mokstursárangur í Tvíbotna
– mokstursferðir í bæði norður- og suðurenda Búra
– hellaleit í Þjófahrauni og Goðahrauni

Við hvetjum sem flesta til að mæta og hafirðu hugleitt að mæta hingað til að láta verða að því núna.

Hellafundur í kvöld – mánudaginn 27. ágúst

Sælir félagar…

Næsti fundur Hellarannsóknafélagsins verður haldinn í kvöld, mánudaginn 27. ágúst í Miðbergi við Gerðuberg, Breiðholti. Hann mun hefjast kl. 20.00 að venju.

Nýir hellaáhugamenn velkomnir.

Uppfært: Á fundi kvöldsins var skoðað í þaula þau svæði sem týnda gatið í Brennisteinsfjöllum gæti leynst. Áætluð ferð þangað á næstunni.
Verkefni haustsins útlistuð og fela þau meðal annars í sér vinnuferð í Tvíbotna og leit í Þjófahrauni.