Hellarannsóknafélagið vill senda aðstandendum Chris Wood samúðarkveðjur en hann féll frá í síðasta mánuði.
Hann var gríðarlega mikilvægur í íslenskum hellarannsóknum og átti hann marga vini hér á landi. Stóð hann til að mynda fyrir mörgum af stærstu og afkastamestu rannsóknum á íslenskum hellum frá upphafi.