Ganga í félagið

Hellarannsóknarfélagið býður alla hellaáhugamenn velkomna á fundi félagsins.

Fundirnir eru auglýstir á heimasíðunni og fara vanalega fram seinasta fimmtudag í hverjum mánuði og hefjast kl. 20:00. Fundirnir taka 90-120 mínútur að jafnaði og eru með óformlegum hætti.

Viljirðu ganga í félagið er nauðsynlegt að mæta á nokkra fundi, koma í auglýstar opnar ferðir og sýna öðrum félagsmönnum fram á að virðing fyrir náttúrunni og hellum sé til staðar.

Fáir þú að ganga í félagið er greitt hóflegt árgjald kr. 5.000,- Með því að borga ársgjaldið og ganga þannig í félagið er um leið verið að samþykkja að fara eftir siðareglum félagsins sem má nálgast hér.

Félagsaðild fylgir notendanafn á heimasíðu, skráning á póstlista og boð í opnar ferðir félagsins sem auglýstar eru á heimasíðunni.