Siðareglur félagsins

Siðareglur eru settar til að lýsa og skerpa á samskiptareglum innbyrðis milli meðlima félagsins og aðra utanaðkomandi aðila. Þær miða einnig að því að félagar í Hellarannsóknafélagi Íslands, viljandi eða vísvitandi, skaði ekki ímynd hellarannsókna sem vísindagreinar heldur hagnýti sér kunnáttu sína til að skapa hellunum aukið öryggi og tryggja vandaða meðferð og umgengni um þá. Það er skylda allra félaga Hellarannsóknafélagsins að fylgja siðareglum félagsins og kynna þær nýjum félögum.

Almenn grundvallaratriði – Fagleg vinnubrögð

 • Heiðarleiki er grunnur allra eðlilegra samskipta á milli manna og því þarf starf sérhvers félaga Hellarannsóknafélags Íslands að grundvallast á heiðarleika. Siðareglur miða að því að skýra og skilgreina hvar og hvernig það hugtak á við í starfi, í samskiptum félaga og gagnvart almenningi.

Skyldur við almenning

 • Félagi heimilar hvorki notkun né birtingu á efni og niðurstöðum sínum í skýrslum eða á kortum ef um er að ræða ólöglega eða vafasama notkun.
 • Félagi skal ekki hagnast á trúnaðarupplýsingum og notar ekki slíkar upplýsingar á þann hátt að það skaði hagsmuni þess aðila sem veitti upplýsingarnar eða þar sem upplýsingarnar urðu til.
 • Félagi gerir sér grein fyrir mikilvægi þess að aðferðir hans við að leysa tiltekin verkefni valdi sem minnstum skaða á umhverfinu.
 • Félagi skal kynna sér og fara eftir lögum um umhverfisvernd og reglugerðir og staðla er varða verndun umhverfisins.

Gagnkvæm ábyrgð félaga Hellarannsóknafélags Íslands

 • Félagi skaðar hvorki heiður né vinnu annars félaga með ósönnum staðhæfingum eða dylgjum.
 • Félagi lætur aðra njóta þess heiðurs og umbunar sem þeir eiga skilið og eignar sér hvorki í ræðu né riti verk eða vinnu annarra. Hann þiggur hvorki heiður né umbun sem ekki er hans með réttu.
 • Félagi leitast við að halda góðri samvinnu við aðra félaga og einstaklinga og stuðlar að eðlilegum skoðana- og gagnaskiptum sem verða viðkomandi aðilum til framdráttar, hafi þau gagnaskipti ekki í för með sér hugsanlega hættu fyrir viðkvæma hella.
 • Félagi beitir sér gegn því að staðsetningarhnit hella og umfjöllun um viðkvæmar myndanir rati á vefsíður, í fjölmiðla eða annan opinberan vettvang enda stofni upplýsingar eða umfjöllun viðkomandi helli eða hraunmyndunum í hættu.

Viðurlög

 • Teljist félagi brotlegur við þessar reglur sætir mál hans meðferð samkvæmt ákvæðum í lögum eða samþykktum Hellarannsóknafélags Íslands.

5 thoughts on “Siðareglur félagsins

 1. Sælir félagar

  Glæsilegt hjá ykkur og gott framtak. Þetta getur vel staðið svona, en gaman væri að ræða orðalag og fleira við tækifæri og huga að samhæfingu við reglur annarra hellarannsóknafélaga, sem vissulega eru ekki á einn veg.

  M.b.kv.
  Árni

 2. Takk

  Gott mál. Nú þurfið þið að leggja niður fyrir ykkur hvernig á að túlka einstök atriði og hvernig þið viljið sjá framhaldið. Ég skal gjarnan koma að umræðunni.

  M.b.kv.
  Árni

 3. Hef áhuga á að ganga í félagið.

  Hef leiðsagt fyrir ykkur fyrir nokkrum árum í ferð og alltaf haft mikinn áhuga á hellum.
  Hef starfað sem leiðsögumaður sl. 20 ár og er mennigarmiðlari og listamaður.

  Heyri væntanlega frá ykkur og hef mikinn áhuga á innra starfi líka.

  Sólveig Dagmar Þórisdóttir, Keilugranda 2 107 Reykjavík. 8630360

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.