Eftirlýstar hraunmyndanir

Þessi gullfallegi dropsteinn var fjarlægður úr Leiðarenda árið 2007 og er sárt saknað. Hann er eflaust borðskraut einhversstaðar í dag. Ef einhver veit hvar hann er að finna þá er sá hinn sami beðinn um að hafa samband við Hellarannóknafélag Íslands undir eins. Engar spurningar verða spurðar og engir eftirmálar. Við viljum aðeins dropsteininn aftur á sinn stað.

 

“Goðið” var gríðarlega stór og myndarlegur dropsteinn/drýli sem hvarf úr hellinum Víðgelmi einhverntíman á 7. áratugnum. Á myndinni sést aðeins brotsárið eftir steininn sem var u.þ.b. einn meter á hæð. Á toppi hans var einskonar skál en heyrst hefur að hann hafi verið notaður sem öskubakki í heimahúsi í Kópavogi. Ef einhver kann að vita um þessa myndun þá skal hafa samband við Hellarannsóknafélagið án tafar. Engar spurningar né eftirmálar frekar en með hinn.

 

1 thought on “Eftirlýstar hraunmyndanir

  1. Góðan daginn, vinsamlegast hafið samband við Berglindi hjá Hafnarfjarðarbæ vegna Leiðarenda. Kv.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.