Reglur NSS

Stefnumörkun Alþjóðlegu hellasamtakanna (NSS) fyrir verndun og varðveislu hella.

Það er mat Alþjóðlegu hellasamtakanna ásamt Hellarannsóknafélagi Íslands að:

 • Hellar hafa einstakt gildi sem vísindaleg verðmæti, afþreying og fagurfræði.
 • Verðmæti þessi eru í útrýmingahættu vegna bæði kæruleysis og skemmdarverka.
 • Verðmæti þessi geta aldrei verið endurheimt, verði þau fyrir skemmdum.
 • Þeir sem bera ábyrgð eru þeir sömu og njóta hellanna og stunda rannsóknir í þeim.

Samkvæmt þessu þá er ætlun NSS að tryggja verndun og varðveislu hella með raunhæfum stefnumörkunum og áhrifaríkum aðgerðum sem:

 • Hvetja hellamenn til að sýna sjálfsaga.
 • Miðla þekkingu og standa fyrir rannsóknum sem koma að að orsökum skemmda og hvernig skuli koma í veg fyrir þær.
 • Sérstök viðfangsefni valin í samstarfi við önnur samtök sem hafa sömu hugmyndir og stefnur um hvernig umgangast eigi viðkvæm náttúrufyrirbæri.

Nánar tiltekið:

 • Allt innihald hellis, svo sem hraunmyndanir, líf eða jarðvegur er þýðingamikill hluti af því að njóta viðkomandi hellis.
 • Þeir sem skoða hellinn skulu skilja við hann eins og þeir tóku við honum.
 • Gera skal ráðstafanir til að fjarlægja úrgang.
 • Þegar hellir er kortlagður þá ættu leiðangursmenn að hafa merktar stöðvar eins takmarkaðar og mögulegt er.
 • Hellamenn verða sérstaklega að gæta ýtrustu varnkárni til að brjóta ekki eða spilla hraunmyndunum og öðru sem á vegi þeirra verður auk þess að búa ekki til nýja óþarfan farvegi í gegnum hellinn.

Vísindaleg söfnun skal vera fagmannleg, vandlát og í lágmarki. Söfnun á steinum, lífrænum efnum eða öðru sem finnst í hellum til að nota til sýnis er ekki á nokkurn hátt hægt að réttlæta. Þetta á líka við um mynjar sem hafa verið brotnar. Ástæðan er sú að þetta hvetur aðra til að safna og brjóta það sem vekur áhuga í hellum.

NSS og Hellarannsóknafélag Íslands hvetja til eftirfarandi viðfangsefna:

 • Setja á stofn varðveislu hella.
 • Koma fyrir hliðum við op þar sem við á.
 • Koma í veg fyrir sölu á hraunmynjum úr hellum.
 • Stuðningur við árangursríkum verndunaraðgerðum.
 • Hreinsun og lagfæringar á skemmdum og ofnotuðum hellum.
 • Samstarf við eigendur hella með því að gefa þeim vitnesku um hellinn þeirra og aðstoða þá við að varðveita eign sína þegar hellirinn er heimsóttur.
 • Hvetja opinbera eigendur hella til að nota tækifærið á að gefa almenningi skilning á hellum og mikilvægi á varðveislu þeirra.

NSS og Hellarannsóknafélag Íslands eru alfarið á móti því að staðsetningar hella séu birtar almenningi.

Það er skylda hvers og eins félaga í samtökunum að bera persónulega ábyrgð á að koma mikilvægum málum varðandi verndun á framfæri við hvern og einn sem gæti heimsótt helli. Ef það er ekki gert þá mun fegurð og gildi hellanna okkar hverfa fljótt.