Aðalfundur Hellarannsóknafélags Íslands verður haldinn mánudaginn 25. mars.
Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf, yfirlit yfir það helsta sem gerðist árið 2012 og sýndar verða áður óséðar hellamyndir.
Fundurinn hefst kl. 20.00. Staðsetning er Miðberg við Gerðuberg í Breiðholti. 2. hæð.
Nýir hellaáhugamenn velkomnir.
Góðan daginn, hef áhuga á að ganga í félagið. Hvenær er næsti fundur og hvernig gerist maður félagi?
Sæll Haraldur,
Gott að vita af áhuganum, næsti fundur er á mánudaginn 2. september.
Nánari upplýsingar um að ganga í félagið eru hér fyrir ofan í “um félagið” og “ganga í félagið”
kv.
Arnar