Brennisteinsfjöll á laugardaginn

Laugardaginn 9. júní höldum við í Brennisteinsfjöll. Aðaltilgangur ferðarinnar er að leita skipulega að mögnuðu hellisopi sem fannst fyrir nokkrum árum af gönguhópi en týndist síðan aftur og hefur ekki fundist síðan. Gatið er mjög lítið og sést ekki nema staðið sé alveg við hliðina á því. Það er staðsett á sléttri, svartri hraunhellu og er um 15 metrar á dýpt. Vonumst við til að geta safnað saman þónokkrum í ferðina svo auðveldara verði að finna gatið. Skoðaðir verða fleiri hellar á svæðinu ef færi gefst, bæði þekktir jafn sem lítt kannaðir. Áhugasamir geta haft samband við Hellarannsóknafélagið (speleo@speleo.is).

Uppfært: Guðni og Arnar fóru með nokkrum félögum úr FBSR á svæðið og var leitinni helst beint að hrauntröðum sem liggja þarna eins og æðar um allt. Ekkert fannst í þetta skiptið eftir uþb 7klst skipulagða leit. Þökkum Flugbjörgunarsveitinni fyrir daginn og David sérstaklega fyrir skipulag og forystu.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.