Um félagið

“Könnun, rannsóknir og vernd” eru einkunnarorð félagsins.

Það var stofnað 25. nóvember árið 1989.

Núverandi stjórn skipa:
Guðni Gunnarsson – Formaður
Sigurður Sveinn Jónsson – Gjaldkeri
Þórir Már Jónsson – Ritari

Frá fyrstu tíð hafa hellar verið þekktir hér á landi og er þeirra getið í gömlum ritum. Eggert og Bjarni kortlögðu Surtshelli árið 1753. Erlendir aðilar kortlögðu Raufarhólshelli, Surtshelli og fleiri hella árið 1970 og á árunum þar á eftir. Björn Hróarsson kortlagði ásamt félögum sínum tvo hella Lambahrauni árið 1981. Þeir Sigurður Sveinn Jónsson voru mikið í hellum á árunum 1986 til 1989. Þeir fóru á alþjóðlega ráðstefnu um hellafræðið í Ungverjalandi 1989 og ákváðu að stofna félag hellamanna á Íslandi.

Þeir Björn og Sigurður sendu bréf til allra sem voru vænlegir þátttakendur. Árangurinn lét ekki á sér standa og þann 25. nóvember 1989 voru saman komnir nærri þrír tugir manna og kvenna sem stofnuðu félagið. Fyrstu stjórn félagsins skipuðu Björn Hróarsson formaður, Björn Finnsson og Sigurður Sveinn Jónsson.

Næstu atburðir í starfi félagsins voru að mestu ferðir og frekari rannsóknir á íslenskum hellum og samantekt gagna um þá auk öflun nýrra. Framan af var boðað til funda með fréttabréfi og voru haldnir fundir með óreglulegu millibili, gjarnan á nokkurra mánaða fresti. Fréttabréf var jafnan gefið út, allt að nokkrum sinnum á ári. Þegar árin tóku að líða var það félaginu nokkuð dýrt að senda fréttabréf mjög ört og fór því að halla undan fæti í fréttabréfaútgáfunni. Með tilkomu Internets lagðist fréttabréfaútgáfan af.

Árið 1995 urðu nokkur tímamót í stafi félagsins en þá var gerður samningur við Ferðafélag Íslands um aðstöðu Hellarannsóknafélagsins í Mörkinni — í húsi F.Í. Hefur þar verið haldinn fundur fjórða mánudag hvers mánaðar og er ekki sérstaklega boðað til hans. Venjulega er fastur kjarni manna sem mætir en alltaf slæðast inn einhverjir nýir en segja má að nýgengi hellaáhugans sé ekki mikið og að jafnaði greinast um eitt til tvö tilfelli á ári!

Hellarannóknafélagið hefur frá fyrstu tíð gefið út tímaritið Surt. Surtur er helgaður hellum og hellarannsóknum og hafa komið út sjö tölublöð frá stofnun félagsins. Í Surti hefur safnast saman fróðleikur úr ýmsum áttum.

Hellarannsóknafélag Íslands
Netfang: speleo@speleo.is