Laugardaginn 9.júní stefnum við á að fara í Brennisteinsfjöll í þeim tilgangi að leita að hellisopi sem fannst fyrir nokkrum árum en týndist síðan aftur og hefur ekki enn fundist. Gatið er mjög lítið og sést ekki nema staðið sé alveg við hliðina á því. Það er á sléttri hraunhellu og er um 15 metrar á dýpt. Vonumst við til að geta safnað saman a.m.k 7 félagsmönnum í ferðina svo auðveldara verði að finna gatið.
Væri til í að koma með og hjálpa til ef ég má?
Sæl Kristbjörg,
Þessar ferðir eru oft langar og erfiðar. 15-25km ganga í hrauni. En ef þú treystir þér í það, þá hafðu endilega samband við speleo@speleo.is.
kv. Arnar