Aðalfundur Hellarannsóknafélags Íslands var haldinn þann 2. maí 2019. Ný stjórn félagsins skipa Guðni Gunnarsson formaður, Jón Atli Magnússon ritari og Þórir Már Jónsson gjaldkeri.
Category Archives: Uncategorized
Aðalfundur fimmtudaginn 2. maí
Aðalfundur Hellarannsóknafélags Íslands verður haldinn fimmtudaginn 2. maí, Skarfagörðum 4.
Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf, yfirlit yfir helstu atburði ársins 2018 og sýning á glæsilegum hellamyndum ef tími gefst.
Fundurinn hefst kl. 20.00.
Aðalfundur eftir 3 vikur
Það er komið að hinum árlega aðalfundi Hellarannsóknafélagsins en hann fer fram fimmtudaginn 26. apríl. Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf, yfirlit yfir helstu atburði ársins 2017 og ef tími gefst þá verður myndasýning á bæði nýjum og gömlum hellamyndum í lokin.
Fundurinn hefst kl. 20.00.
Hellafundur frestast fram á mánudaginn 5. desember
Allt annað helst óbreytt.
Hellafundur fimmtudaginn 1. desember
Síðasti hellafundur ársins 2016 fer fram fimmtudaginn 1. desember og hefst hann stundvíslega kl. 20.00.
Fundurinn verður að þessu sinni opinn öllum hellaáhugamönnum og því gefst tækifæri fyrir nýliða að mæta og kynnast því sem við erum að gera.
Staðsetning fundar er Skarfagarðar 4. Hægt er að fá nánari upplýsingar með því að senda okkur póst á speleo@speleo.is
Aðalfundur 28. apríl
Aðalfundur Hellarannsóknafélags Íslands verður haldinn eftir 3 vikur, fimmtudaginn 28. apríl.
Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf, yfirlit yfir helstu atburði ársins 2015 auk þess að sýndar verða áður óséðar myndir úr hellum, bæði nýfundnum sem og gömlum.
Fundurinn hefst kl. 20.00.
Aðalfundur eftir 3 vikur
Aðalfundur fimmtudaginn 3. apríl
Aðalfundur Hellarannsóknafélags Íslands verður haldinn fimmtudaginn 3. apríl.
Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf, yfirlit yfir helstu atburði árið 2013 og sýning á áður óséðum hellamyndum.
Fundurinn hefst kl. 20.00.
Opinn hellafundur miðvikudaginn 26. febrúar.
Næsti fundur Hellarannsóknafélags Íslands mun fara fram eftir viku, miðvikudaginn 26. febrúar. Hann verður á sama tíma og á sama stað og vanalega, Hraunbergi 12 kl. 20.00. Nákvæma staðsetningu má finna hér.
Að þessu sinni verður fundurinn opinn öllum. Það er því tilvalið fyrir nýja og áhugasama hellamenn að láta sjá sig og taka þátt.