Hinn mánaðarlegi félagsfundur Hellarannsóknafélagsins fer fram í kvöld. mánudaginn 25. febrúar kl. 20.00.
Staðsetning er sama og vanalega, í Miðbergi við Gerðuberg í Breiðholti.
Nýir hellamenn að sjálfsögðu velkomnir.
Hinn mánaðarlegi félagsfundur Hellarannsóknafélagsins fer fram í kvöld. mánudaginn 25. febrúar kl. 20.00.
Staðsetning er sama og vanalega, í Miðbergi við Gerðuberg í Breiðholti.
Nýir hellamenn að sjálfsögðu velkomnir.
Minnum á hellafundinn næstkomandi mánudagskvöld, 22. október í Miðbergi við Gerðuberg, Breiðholti. Hann mun hefjast kl. 20.00 að venju.
Töluvert hefur fundist af nýjum hellum undanfarnar vikur og því nóg um að ræða. Auk þess verða líklega skipulagðar ferðir um næstu helgi.
Um að gera að láta sjá sig ef áhugi er til staðar.
Sælir félagar…
Næsti fundur Hellarannsóknafélagsins verður haldinn í kvöld, mánudaginn 27. ágúst í Miðbergi við Gerðuberg, Breiðholti. Hann mun hefjast kl. 20.00 að venju.
Nýir hellaáhugamenn velkomnir.
Uppfært: Á fundi kvöldsins var skoðað í þaula þau svæði sem týnda gatið í Brennisteinsfjöllum gæti leynst. Áætluð ferð þangað á næstunni.
Verkefni haustsins útlistuð og fela þau meðal annars í sér vinnuferð í Tvíbotna og leit í Þjófahrauni.
Sælir félagar
Næsti fundur Hellarannsóknafélagsins verður haldinn í kvöld, mánudaginn 25. júní í Miðbergi, Breiðholti. Hann mun hefjast kl. 20.00 eins og vanalega.
Nýir hellaáhugamenn að sjálfsögðu velkomnir.
Laugardaginn 9. júní höldum við í Brennisteinsfjöll. Aðaltilgangur ferðarinnar er að leita skipulega að mögnuðu hellisopi sem fannst fyrir nokkrum árum af gönguhópi en týndist síðan aftur og hefur ekki fundist síðan. Gatið er mjög lítið og sést ekki nema staðið sé alveg við hliðina á því. Það er staðsett á sléttri, svartri hraunhellu og er um 15 metrar á dýpt. Vonumst við til að geta safnað saman þónokkrum í ferðina svo auðveldara verði að finna gatið. Skoðaðir verða fleiri hellar á svæðinu ef færi gefst, bæði þekktir jafn sem lítt kannaðir. Áhugasamir geta haft samband við Hellarannsóknafélagið (speleo@speleo.is).
Uppfært: Guðni og Arnar fóru með nokkrum félögum úr FBSR á svæðið og var leitinni helst beint að hrauntröðum sem liggja þarna eins og æðar um allt. Ekkert fannst í þetta skiptið eftir uþb 7klst skipulagða leit. Þökkum Flugbjörgunarsveitinni fyrir daginn og David sérstaklega fyrir skipulag og forystu.
Aðalfundur Hellarannsóknafélagsins verður haldinn mánudaginn 26. mars, kl. 20. Miðbergi við Gerðuberg eins og áður. Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf auk annarra mála. Það er liðinn svolítill tími frá síðasta fundi þannig að vonandi verður hægt að safna saman góðum mannskap svo hægt verði að ná upp einhverjum umræðum um komandi hellaverkefni á næstu vikum og með sumrinu. Veltur þetta allt á því hversu mikinn kraft og áhuga menn hafa.
9. september síðastliðinn fóru þrír félagar úr Hellarannsóknafélaginu í Þríhnúkagíg. Þetta voru þeir Björn Símonarson, Guðni Gunnarsson og Martin Gasser. Ferðin tók alls 17 klukkustundir.
Hér eru nokkrar myndir úr ferðinni:
Hellarannsóknafélagið vill senda aðstandendum Chris Wood samúðarkveðjur en hann féll frá í síðasta mánuði.
Hann var gríðarlega mikilvægur í íslenskum hellarannsóknum og átti hann marga vini hér á landi. Stóð hann til að mynda fyrir mörgum af stærstu og afkastamestu rannsóknum á íslenskum hellum frá upphafi.
Sælir félagar
Næsti fundur Hellarannsóknafélagsins verður haldinn mánudaginn 23. janúar í Miðbergi í Breiðholti.
Skorum á sem flesta að mæta og byrja nýtt hellaár með látum.